Störf í boði


Sumarstarf 2017


BL ehf. ræður árlega til sín starfsmenn sem leysa fastráða starfsmenn af yfir sumarleyfistímann. Um er að ræða afleysingu ýmissa starfa s.s. í standsetningu, varahlutum, skrifstofu, þjónustuveri og söludeildum.

Umsóknarfrestur til og með 31. mars 2017

Starfsmaður í standsetningu - ásetning aukahluta


Starfsmaður í standsetningu


Starfið felst í ásetningu aukahluta, þrifum á bílum, akstri á bílum sem eru í standsetningarferli og ýmis verkefni tengd standsetningu nýrra bíla.

Umsóknarfrestur til og með 1. mars 2017

Bifvélavirki óskast til starfa


Óskum eftir að ráða bifvélavirkja til starfa

Í boði er björt og glæsileg vinnuaðstaða, tæknilega vel útbúin samkvæmt stöðlum framleiðenda. Endurmenntun til að viðhalda þekkingu og tileinka sér nýjustu tækni ásamt möguleikum á sérhæfingu eftir getu og áhuga hvers og eins.

Umsóknarfrestur til og með 31. mars 2017

Nemi í bílamálun


BL býður upp á nemastöðu í bílamálun. Við leitum að einstaklingum sem eru tilbúnir til þess að tileinka sér fagleg vinnubrögð og hafa metnað til þess að verða framúrskarandi í sínu fagi.

Umsóknir skulu berast á www.bl.is/atvinna

Nemar sem koma til greina í stöðurnar verða boðaðir í viðtal og inntökupróf.

 

Umsóknarfrestur til og með 1. júní 2017

Nemi í bifvélavirkjun


BL býður upp á nemastöðu í bifvélavirkjun. Við leitum að einstaklingum sem eru tilbúnir til þess að tileinka sér fagleg vinnubrögð og hafa metnað til þess að verða framúrskarandi í sínu fagi.

Umsóknarfrestur til og með 1. júní 2017

Almenn umsókn hjá BL


Starfsfólk BL leitast eftir að ráða til sín samstarfsfólk sem hefur gaman af að veita góða þjónustu, löngun til að skara framúr, hefur nægjanlegt sjálfstæði til að grípa inní og stýra málum í réttan farveg, hefur gaman af samvinnu og mannlegum samskiptum og síðast en ekki síst er létt í lund. Starfsfólk okkar lofar væntanlegu samstarfsfólki sínu skemmtilegu og hvetjandi vinnuumhverfi ásamt vinnuaðstöðu sem tekur öðru fram. Ef þetta er eitthvað sem heillar þig hvetjum við þig til að leggja inn starfsumsókn með því að senda inn umsókn hér!