Vinnustaðanám - Nemi í bifvélavirkjun


BL býður upp á nemastöðu í bifvélavirkjun. Við leitum að einstaklingum sem eru tilbúnir til þess að tileinka sér fagleg vinnubrögð og hafa metnað til þess að verða framúrskarandi í sínu fagi.

BL leitast eftir að ráða starfsmenn sem hafa metnað til þess að skara fram úr og veita framúrskarandi og faglega þjónustu í samvinnu við samheldinn og sterkan starfsmannahóp.

Bifreiðaverkstæði BL státar af einu stærsta og glæsilegasta bifreiðaverkstæði landsins með 36 bílalyftur. Öflug námskeiðs- og fræðsluáætlun viðheldur þekkingu og eflir starfsmenn í nýjustu tækni vörumerkjanna. Starfsmenn fá vottaðar staðfestingar eða gráður, skv. stöðlum vörumerkjanna. Hjá BL er mjög virkt starfsmannafélag og einstök fyrirtækjamenning sem við erum afar stolt af.

 

Umsóknarfrestur til og með 1. september 2017